Lilja Lind Helgadóttir varð í gær norðurlandameistari unglinga í ólympískum lyftingum annað árið í röð. Hún sló jafnframt norðurlandamet í jafnhendingu stúlkna undir 20 ára þegar hún lyfti 103 kg.
Lilja lyfti 80 kg. í snörun og reyndi við 85 kg. sem hefði verið norðurlandarmet en það fór ekki upp. Hún endaði því með 183 kg. samanlagt.
Freyja Mist Ólafsdóttir varð sömuleiðis norðurlandamestari í -75 kg. flokki, hún lyfti 65 kg. í snörun og 80 kg. í jafnhendingu. Í sama flokki varð Auður Ása Maríasdóttir í öðru sæti. Hún lyfti 63 kg. í snörun og 75 kg. í jafnhendingu.
Sólveig Sigurðardóttir var í gífurlega erfiðum riðli en hún lenti í þriðja sæti í -63 kg. flokki. Hún lyfti 63 kg. í snörun og 75 kg. í jafnhendingu. Hún reyndi við 80 kg. í jafnhendingu til að tryggja sér annað sætið og var grátlega nálægt því.
Í dag keppa svo íslensku strákarnir en fyrir hönd Íslands keppa Emil Ragnar Ægisson, Guðmundur Högni Hilmarsson, Högni Hjálmtýr Kristjánsson, Hilmar Örn Jónsson og Stefán Velemir.
Lilja Lind varði norðurlandameistaratitil sinn | Freyja Mist vann líka
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
