Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2014 22:00 Gene Haas ætlar að vera fyrstur til að læra af mistökum annarra. Vísir/Getty Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. Haas F1 liðið mun mæta til keppni 2016. Liðið hefur samið við Ferrari um að fá vélar og tæknilega aðstoð. Haas segist gera sér grein fyrir að liðið gæti átt erfitt í upphafi. „Ég tel að fyrstu fimm árin muni snúast um að komast af. Ég geri ekki væntingar um að vinna heimsmeistaratitil. Ef við gætum unnið eina keppni á fimm árum myndi ég telja það afar góðan árangur,“ sagði kappakstursmógúllinn Gene Haas í viðtali við CNN. Þrjú ný lið mættu til leiks árið 2010. Aðeins Marussia hefur náð í stig, HRT hætti keppni 2012 og framtíð Caterham er í upplausn eftir að hluti eigna þess í Bretlandi voru teknar upp í skuldir. „Ég held að þeirra stærstu mistök séu að hafa viljað komast svo fljótt í kappakstur að þau hafi leitað á náðir samstarfsaðila sem hentuðu kannski ekki og voru mislukkaðir,“ sagði hinn bandaríski Gene Haas. Hann segir einnig að Ferrari hafi viljað hafa nánara samband. „Við yrðum mjög stolt að vera b-lið Ferrari vegna þess að við myndum réttar aðferðir við rekstur formúluliðs. Í hreinskilni sagt munum við taka þá hjálp sem Ferrari getur veitt okkur, vegna þess að það er enginn betri en Ferrari,“ sagði Haas að lokum. Formúla Tengdar fréttir Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015 Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda. 4. mars 2014 09:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. Haas F1 liðið mun mæta til keppni 2016. Liðið hefur samið við Ferrari um að fá vélar og tæknilega aðstoð. Haas segist gera sér grein fyrir að liðið gæti átt erfitt í upphafi. „Ég tel að fyrstu fimm árin muni snúast um að komast af. Ég geri ekki væntingar um að vinna heimsmeistaratitil. Ef við gætum unnið eina keppni á fimm árum myndi ég telja það afar góðan árangur,“ sagði kappakstursmógúllinn Gene Haas í viðtali við CNN. Þrjú ný lið mættu til leiks árið 2010. Aðeins Marussia hefur náð í stig, HRT hætti keppni 2012 og framtíð Caterham er í upplausn eftir að hluti eigna þess í Bretlandi voru teknar upp í skuldir. „Ég held að þeirra stærstu mistök séu að hafa viljað komast svo fljótt í kappakstur að þau hafi leitað á náðir samstarfsaðila sem hentuðu kannski ekki og voru mislukkaðir,“ sagði hinn bandaríski Gene Haas. Hann segir einnig að Ferrari hafi viljað hafa nánara samband. „Við yrðum mjög stolt að vera b-lið Ferrari vegna þess að við myndum réttar aðferðir við rekstur formúluliðs. Í hreinskilni sagt munum við taka þá hjálp sem Ferrari getur veitt okkur, vegna þess að það er enginn betri en Ferrari,“ sagði Haas að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015 Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda. 4. mars 2014 09:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015 Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda. 4. mars 2014 09:14