Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 22-25 | Botnliðið skellti toppliðinu Henry Birgir Gunnarsson í N1-höllinni skrifar 23. október 2014 15:41 Vísir/Stefán Afturelding tapaði sínum fyrsta leik í Olís-deild karla í kvöld er botnlið HK kom í heimsókn í Mosfellsbæinn. Það voru ekki margir sem áttu von á því að botnlið HK færi að stríða toppliði Aftureldingar en annað kom á daginn. HK-ingar mættu geysilega vel stemmdir og til í að gera Mosfellingum lífið leitt. Það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Leikurinn var frekar illa spilaður af beggja hálfu en ótrúlegt markvarsla Lárusar Helga í marki HK gerði gæfumuninn fyrir HK. Lárus varði 12 bolta í fyrri hálfleik og var með 60 prósent markvörslu. Að minnsta kosti helmingur þessara skota var úr dauðafærum. Mögnuð frammistaða. HK gat leyft sér að tapa boltanum ítrekað á klaufalegan hátt en var samt með forskot í leiknum. Mest var forskotið fjögur mörk, 7-11, en þrem mörkum munaði á liðunum í leikhléi, 8-11. Sóknarleikur HK var ekkert sérstakur en liðið var komið með gott sjálfstraust í lok hálfleiksins. Aftur á móti allt í molum hjá Aftureldingu í sókninni. Það var allt annað að sjá Mosfellinga í upphafi síðari hálfleiks. Meiri hraði og grimmd. Það tók þá aðeins tíu mínútur að jafna leikinn, 15-15. Þá féll þeim allur ketill í eld og allt fór í sama farið. Liðið fór að tapa boltanum klaufalega hvað eftir annað og HK komst á bragðið. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var HK komið með fjögurra marka forskot á ný, 17-21. Afturelding reyndi allt sem liðið gat til að jafna leikinn. Meðal annars að spila á sjö mönnum í sókn. Þegar leikurinn virtist vera búinn gaf HK færi á sér. Gríðarlegt stress kom í leikmenn og þeir hleyptu Aftureldingu aftur inn í leikinn. Munurinn aðeins eitt mark þegar mínúta var eftir. Eftir mikinn darraðardans á lokamínútunni náði HK að landa þriggja marka sigri sem var alls ekki eins öruggur og lokatölurnar segja. Sigurinn þó fyllilega verðskuldaður. HK mætti með viljann að vopni og bar enga virðingu fyrir toppliðinu. Liðið barðist grimmilega og sótti af hugrekki lengstum. Liðið hefði þó aldrei unnið leikinn án stórleiks Lárusar í markinu. Sá var magnaður. Garðar skoraði góð mörk og lét fjölmarga feila ekki slá sig út af laginu. Afturelding var aldrei líkt sjálfu sér í dag. Það er eiginlega galið að tala um vanmat en það leit þannig út. Leikur beggja liða var alls ekki gallalaus en mistök Mosfellinga voru allt of mörg. Það er búið að hampa þeim mikið víða og ef mið er tekið af þessum leik þá virðast þeir ekki höndla pressuna. Þetta var aftur á móti bara einn leikur og verður áhugavert að sjá hvernig Afturelding svarar þessu tapi.Lárus: Fór um mig á tímabili "Ég fór í klassískan leikdags Serrano. Það gerði mér greinilega gott," segir Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK, og hlær dátt. Sú máltíð virkaði heldur betur því hann fór algjörlega á kostum í kvöld. "Þetta var frábær liðssigur. Það gekk mjög vel hjá mér og sérstaklega í dauðafærunum. Það var stór plús. Ef vörnin er sterk verða færin þrengri," sagði Lárus en málið er samt að vörnin var ekkert alltaf of sterk. Þess vegna var hann einmitt að verja heilan haug af dauðafærum. "Ég lýg því ekki að það fór um mig á tímabili undir lokin. Mér fannst við vera hættir að sækja á markið og vorum að missa boltann klaufalega." Eins og von var fagnaði HK sigrinum hreint ógurlega. Liðið mátti vel við því. Óvæntur og flottur sigur sem gefur liðinu byr í seglin. "Þú getur rétt ímyndað mér hvað þetta gefur okkur mikið. Eftir að hafa aðeins unnið einn leik þá var virkilega gaman að vinna. Þó svo það hafi gengið illa þá hafa allir verið léttir á æfingum og ekki fýlusvipur á neinum. Það verður heldur ekki eftir þennan leik."Einar Andri: Vorum andlega fjarverandi "Þetta var mjög slakur leikur af okkar hálfu. Þetta var langt frá því sem við höfum verið að gera að undanförnu," segir svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Mér fannst við vera andlega fjarverandi í leiknum. Við erum með 21 tapaðan bolta og gerum óskiljanleg, barnaleg mistök. Það segir mér að við vorum ekki tilbúnir í slaginn." Það er mikið búið að láta með liðið eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Getur Einar Andri skrifað þetta tap á vanmat? "Ég trúi því ekki að það sé vanmat hjá okkur. Það þarf að setjast alvarlega yfir hvað var að í kvöld. Ég tek samt ekkert af HK sem var að berjast. Þetta var samt bara einn leikur og það geta allir unnið alla í þessari deild. Við ætlum ekkert að grafa okkur of djúpt eftir þetta en við verðum samt að draga lærdóm af þessu. "Við fengum tækifæri til að snúa þessu við en við áttum ekkert meira skilið. Ég skrifa þetta tap á slaka frammistöðu leikmanna." Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Afturelding tapaði sínum fyrsta leik í Olís-deild karla í kvöld er botnlið HK kom í heimsókn í Mosfellsbæinn. Það voru ekki margir sem áttu von á því að botnlið HK færi að stríða toppliði Aftureldingar en annað kom á daginn. HK-ingar mættu geysilega vel stemmdir og til í að gera Mosfellingum lífið leitt. Það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Leikurinn var frekar illa spilaður af beggja hálfu en ótrúlegt markvarsla Lárusar Helga í marki HK gerði gæfumuninn fyrir HK. Lárus varði 12 bolta í fyrri hálfleik og var með 60 prósent markvörslu. Að minnsta kosti helmingur þessara skota var úr dauðafærum. Mögnuð frammistaða. HK gat leyft sér að tapa boltanum ítrekað á klaufalegan hátt en var samt með forskot í leiknum. Mest var forskotið fjögur mörk, 7-11, en þrem mörkum munaði á liðunum í leikhléi, 8-11. Sóknarleikur HK var ekkert sérstakur en liðið var komið með gott sjálfstraust í lok hálfleiksins. Aftur á móti allt í molum hjá Aftureldingu í sókninni. Það var allt annað að sjá Mosfellinga í upphafi síðari hálfleiks. Meiri hraði og grimmd. Það tók þá aðeins tíu mínútur að jafna leikinn, 15-15. Þá féll þeim allur ketill í eld og allt fór í sama farið. Liðið fór að tapa boltanum klaufalega hvað eftir annað og HK komst á bragðið. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var HK komið með fjögurra marka forskot á ný, 17-21. Afturelding reyndi allt sem liðið gat til að jafna leikinn. Meðal annars að spila á sjö mönnum í sókn. Þegar leikurinn virtist vera búinn gaf HK færi á sér. Gríðarlegt stress kom í leikmenn og þeir hleyptu Aftureldingu aftur inn í leikinn. Munurinn aðeins eitt mark þegar mínúta var eftir. Eftir mikinn darraðardans á lokamínútunni náði HK að landa þriggja marka sigri sem var alls ekki eins öruggur og lokatölurnar segja. Sigurinn þó fyllilega verðskuldaður. HK mætti með viljann að vopni og bar enga virðingu fyrir toppliðinu. Liðið barðist grimmilega og sótti af hugrekki lengstum. Liðið hefði þó aldrei unnið leikinn án stórleiks Lárusar í markinu. Sá var magnaður. Garðar skoraði góð mörk og lét fjölmarga feila ekki slá sig út af laginu. Afturelding var aldrei líkt sjálfu sér í dag. Það er eiginlega galið að tala um vanmat en það leit þannig út. Leikur beggja liða var alls ekki gallalaus en mistök Mosfellinga voru allt of mörg. Það er búið að hampa þeim mikið víða og ef mið er tekið af þessum leik þá virðast þeir ekki höndla pressuna. Þetta var aftur á móti bara einn leikur og verður áhugavert að sjá hvernig Afturelding svarar þessu tapi.Lárus: Fór um mig á tímabili "Ég fór í klassískan leikdags Serrano. Það gerði mér greinilega gott," segir Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK, og hlær dátt. Sú máltíð virkaði heldur betur því hann fór algjörlega á kostum í kvöld. "Þetta var frábær liðssigur. Það gekk mjög vel hjá mér og sérstaklega í dauðafærunum. Það var stór plús. Ef vörnin er sterk verða færin þrengri," sagði Lárus en málið er samt að vörnin var ekkert alltaf of sterk. Þess vegna var hann einmitt að verja heilan haug af dauðafærum. "Ég lýg því ekki að það fór um mig á tímabili undir lokin. Mér fannst við vera hættir að sækja á markið og vorum að missa boltann klaufalega." Eins og von var fagnaði HK sigrinum hreint ógurlega. Liðið mátti vel við því. Óvæntur og flottur sigur sem gefur liðinu byr í seglin. "Þú getur rétt ímyndað mér hvað þetta gefur okkur mikið. Eftir að hafa aðeins unnið einn leik þá var virkilega gaman að vinna. Þó svo það hafi gengið illa þá hafa allir verið léttir á æfingum og ekki fýlusvipur á neinum. Það verður heldur ekki eftir þennan leik."Einar Andri: Vorum andlega fjarverandi "Þetta var mjög slakur leikur af okkar hálfu. Þetta var langt frá því sem við höfum verið að gera að undanförnu," segir svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Mér fannst við vera andlega fjarverandi í leiknum. Við erum með 21 tapaðan bolta og gerum óskiljanleg, barnaleg mistök. Það segir mér að við vorum ekki tilbúnir í slaginn." Það er mikið búið að láta með liðið eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Getur Einar Andri skrifað þetta tap á vanmat? "Ég trúi því ekki að það sé vanmat hjá okkur. Það þarf að setjast alvarlega yfir hvað var að í kvöld. Ég tek samt ekkert af HK sem var að berjast. Þetta var samt bara einn leikur og það geta allir unnið alla í þessari deild. Við ætlum ekkert að grafa okkur of djúpt eftir þetta en við verðum samt að draga lærdóm af þessu. "Við fengum tækifæri til að snúa þessu við en við áttum ekkert meira skilið. Ég skrifa þetta tap á slaka frammistöðu leikmanna."
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira