Fótbolti

Redknapp: Það er ástæða fyrir því að Balotelli kostaði ekki meira

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli spilaði aðeins fyrri hálfleikinn.
Mario Balotelli spilaði aðeins fyrri hálfleikinn. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar.

Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid.

Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik.

Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli.

„Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher.

Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“

Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann.

„Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool.

„Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.

Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×