Í lífstíðarbann fyrir að ráðast á dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2014 22:45 Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira