Citroën C4 Cactus rýkur út í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2014 13:17 Franski bílaframleiðandin PSA/Peugeot-Citroën virðist á talsverðri uppleið og skemmst er að minnast þess að Peugeot 308 var valinn bíll ársins í Evrópu í ár og reyndar einnig á Íslandi. Hann er þó ekki eini bíll fyrirtæksins sem gengur afar vel í sölu því Citroën C4 Cactus selst svo vel að PSA þarf að auka verulega við framleiðslu hans. Citroën þarf að bæta við auka vakt í þeirri verksmiðju sem bíllinn er framleiddur í og verður því unnið að smíði hans allan sólarhringinn. Með því eykst framleiðslan á bílnum um ríflega 20%, sem er þó alls ekki víst að muni duga til að anna eftirspurn. Þessi bíll er væntanlegur til Brimborgar fljótlega á næsta ári og hefur að sögn Brimborgarmanna talsvert verið spurt um hann. Citroën C4 Cactus er smár jepplingur sem stendur hærra á vegi en hefbundinn C4 bíll. Hann er tiltölulega ódýr bíll í þessum flokki og veldur þar mest að hann er smíðaður á sama undirvagni og nýlegir Citroën C3 og Peugeot 208 bílar, en þó þurfti að lengja hann aðeins. Bíllinn á að þjóna kaupendum sem kjósa bíl sem hentar við margskonar aðstæður en er samt mjög eyðslugrannur og þar virðist Citroën hafa hitt í mark. Sérfræðingar í bílasölu í Evrópu spá því að þessi bíll muni seljast í 50-100.000 eintökum á ári, sem er alls ekki slæmt fyrir nýjan bíl sem ekki á eiginlegan forvera. Það skondna við þessa framleiðsluaukningu, sem fer fram í Villaverde bílaverksmiðju PSA nálægt Madrid á Spáni, er það að til stóð að loka henni fyrir 2 árum síðan. PSA/Peugeot-Citroën menn eru líklega fegnir því að það hafi ekki verið gert. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent
Franski bílaframleiðandin PSA/Peugeot-Citroën virðist á talsverðri uppleið og skemmst er að minnast þess að Peugeot 308 var valinn bíll ársins í Evrópu í ár og reyndar einnig á Íslandi. Hann er þó ekki eini bíll fyrirtæksins sem gengur afar vel í sölu því Citroën C4 Cactus selst svo vel að PSA þarf að auka verulega við framleiðslu hans. Citroën þarf að bæta við auka vakt í þeirri verksmiðju sem bíllinn er framleiddur í og verður því unnið að smíði hans allan sólarhringinn. Með því eykst framleiðslan á bílnum um ríflega 20%, sem er þó alls ekki víst að muni duga til að anna eftirspurn. Þessi bíll er væntanlegur til Brimborgar fljótlega á næsta ári og hefur að sögn Brimborgarmanna talsvert verið spurt um hann. Citroën C4 Cactus er smár jepplingur sem stendur hærra á vegi en hefbundinn C4 bíll. Hann er tiltölulega ódýr bíll í þessum flokki og veldur þar mest að hann er smíðaður á sama undirvagni og nýlegir Citroën C3 og Peugeot 208 bílar, en þó þurfti að lengja hann aðeins. Bíllinn á að þjóna kaupendum sem kjósa bíl sem hentar við margskonar aðstæður en er samt mjög eyðslugrannur og þar virðist Citroën hafa hitt í mark. Sérfræðingar í bílasölu í Evrópu spá því að þessi bíll muni seljast í 50-100.000 eintökum á ári, sem er alls ekki slæmt fyrir nýjan bíl sem ekki á eiginlegan forvera. Það skondna við þessa framleiðsluaukningu, sem fer fram í Villaverde bílaverksmiðju PSA nálægt Madrid á Spáni, er það að til stóð að loka henni fyrir 2 árum síðan. PSA/Peugeot-Citroën menn eru líklega fegnir því að það hafi ekki verið gert.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent