Ástralska löggan á Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2014 10:55 Ferlega flottur Porsche 911 lögreglubíll. Það er erfitt að stinga lögregluna í Ástralíu af á löngum og góðum vegunum í Ástralíu en hún hefur Porsche 911 Carrera í sinni þjónustu til að elta uppi bílabrjálæðinga. Lögreglan þar hefur reyndar haft slíka bíla til afnota frá árinu 2012 og frá því þá hefur hún 300 sinnum þurft að elta uppi ökumenn sem aka eins og brjálæðingar á áströlskum vegum. Porsche útvegar lögreglunni í Ástralíu þessa bíla án greiðslu, en ástæða þess er að Porsche vill með því auka áhuga fólks í Ástralíu á Porsche bílum, enda vekja þessir bílar mikla athygli á vegunum þar. Þetta er sannarlega óvenjuleg aðferð til að auglýsa Porsche bíla, en virðist virka þar sem þessu samstarfi verður haldið áfram. Það er ekki skemmtilegt að sjá hann þennan í afturspeglinum ef hratt hefur verið farið og litlar líkur til þess að stinga hann af. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Það er erfitt að stinga lögregluna í Ástralíu af á löngum og góðum vegunum í Ástralíu en hún hefur Porsche 911 Carrera í sinni þjónustu til að elta uppi bílabrjálæðinga. Lögreglan þar hefur reyndar haft slíka bíla til afnota frá árinu 2012 og frá því þá hefur hún 300 sinnum þurft að elta uppi ökumenn sem aka eins og brjálæðingar á áströlskum vegum. Porsche útvegar lögreglunni í Ástralíu þessa bíla án greiðslu, en ástæða þess er að Porsche vill með því auka áhuga fólks í Ástralíu á Porsche bílum, enda vekja þessir bílar mikla athygli á vegunum þar. Þetta er sannarlega óvenjuleg aðferð til að auglýsa Porsche bíla, en virðist virka þar sem þessu samstarfi verður haldið áfram. Það er ekki skemmtilegt að sjá hann þennan í afturspeglinum ef hratt hefur verið farið og litlar líkur til þess að stinga hann af.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent