Vegagerðin og Veðurstofan vara við slæmu ferðaveðri á landinu í dag þar sem saman muni fara stormur, eða yfir 20 metrar á sekúndu í jafnaðarvindi, töluverð snjókoma, einkum um norðanvert landið og þar með hálka.
Fyrst fer að hvessa norðvestantil með morgninum en svo dreifir veðrið sér til austurs þegar líður á daginn og nær til suðausturhornsins í kvöld.
Veðurstofan spáir fyrstu alvöru snjókomu haustsins á norðanverðu landinu í dag og segir að ferðalög á milli landshluta geti orðið erfið.
