Tyson sagði í viðtalinu að hann hefði verið misnotaður kynferðislega þegar hann var aðeins sjö ára gamall.
Í viðtalinu segir hann eldri mann hafa gripið sig, farið illa með sig og misnotað sig kynferðislega. Hann hafi svo aldrei séð manninn aftur.
Tyson segir að þessi hræðilega lífsreynsla gæti hafa mótað hann til lífstíðar en flestir þekkja sorgarsögu hnefaleikakappans fyrrverandi.
Hlusta má á viðtalið hér að neðan.