„Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2014 17:05 Svavar segir ríkisstjórnina sýna dólgshátt og yfirgang þegar hún fær á sig gagnrýni. Vísir/Anton Brink/GVA Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“ Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira