„Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2014 17:05 Svavar segir ríkisstjórnina sýna dólgshátt og yfirgang þegar hún fær á sig gagnrýni. Vísir/Anton Brink/GVA Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira