Fiat slítur tengslin við Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 14:14 Ferrari 458 Speciale. Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent
Fiat hefur átt Ferrari í 45 ár, en ætlar nú að slíta tengslin við þennan þekkta sportbílaframleiðanda. Sá gjörningur eru þó með undarlegum hætti framkvæmdur en 10% hlutafjár í Ferrari fer á almennan markað en núverandi eigendur Fiat Chrysler Automobiles (FCA) munu eignast 90% hlutafjárins. Þar með eignast Agnelli fjölskyldan, sem á um 30% í FCA ein 27% í Ferrari. Afskipti Fiat af Ferrari verða með þessu engin og félagið fær að starfa alveg sjálfstætt og telur Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, þetta mikið gæfuspor fyrir Ferrari. Fiat Chrysler Automobiles var sjálft skráð á hlutabréfamarkaðinn í New York fyrr í þessum mánuði. Með því að selja hlutabréf í Ferrari mun Fiat auka mjög við lausafé sitt, enda mikil þörf á það sem fyrirtækið ætlar að eyða 60 milljörðum dollara á næstu árum við þróun Fiat og Chrysler bíla.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent