Akureyri handboltafélag er búið að gera breytingar í brúnni hjá sér. Atli Hilmarsson er tekinn við liðinu á nýjan leik.
Þetta staðfesti Hannes Karlsson, formaður handknattleiksdeildar Akureyrar, við íþróttadeild í dag. Frá þessu var gengið í morgun og skrifað verður undir samning seinni partinn í dag.
Heimir Örn Árnason er að sama skapi hættur að þjálfa liðið og rífur fram skóna á nýjan leik. Heimir stefnir að því að spila út tímabilið.
Sverre Andreas Jakobsson verður áfram aðstoðarþjálfari hjá liðinu en nú með nýjum aðalþjálfara.
Atli var þjálfari liðsins í nokkur ár og kom liðinu meðal annars alla leið í úrslit Íslandsmótsins árið 2011.
Akureyri hefur ekki farið vel af stað í Olís-deildinni í vetur. Liðið hefur unnið þrjá leiki af átta og situr í sjöunda sæti deildarinnar.
Atli aftur til Akureyrar

Tengdar fréttir

Heimir íhugar að taka fram skóna - Atli orðaður við starfið
Það gætu orðið breytingar hjá Akureyri handboltafélagi á næstu dögum.