Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2014 18:25 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. Fyrsti leikurinn var einliðaleikur karla þar sem Kári Gunnarsson mætti Emre Vural. Emre sigraði fyrstu lotuna 21-15. Næstu tvær lotur spilaði Kári af mikilli yfirvegun og sigraði glæsilega 21-14 og 21-10. Sara Högnadóttir spilaði síðan einliðaleik kvenna fyrir Ísland gegn Neslihan Yigit. Neslihan sem er númer 92 á heimslistanum hafði yfirhöndina í leiknum allan tímann og sigraði örugglega 21-9 og 21-6. Í tvíliðaleik karla mættu þeir Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson Emre Lale og Emre Vural. Þegar staðan var 4-7 fyrir Tyrkland sagði annar Tyrkjanna að hann hefði tognað í lærinu og að þeir yrðu að gefa leikinn. Fóru þeir rakleitt úr húsi að því loknu. Því næst mættu þær Özge Bayrak og Neslihan Yigit Sigríði Árnadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur í tvíliðaleik kvenna. Þær tyrknesku sem eru númer 50 á heimslistanum voru geysi sterkar og sigruðu íslensku stelpurnar örugglega 21-7 og 21-10. Þegar þarna var komið við sögu var staðan orðin 2-2 í viðureign Íslands og Tyrklands og ljóst að tvenndarleikurinn myndi ráða úrslitum. Fyrir Íslands hönd léku þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir og fyrir Tyrki þau Ramazan Özturk og Neslihan Kilic. Í stöðunni 5-0 fyrir Tyrkland kenndi Ramazan sér meins í öxl og gáfu Tyrkirnir því leikinn. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu einn leik hvert en Spánn vann alla sína leiki og tryggði sér með því þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu í febrúar.Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. Fyrsti leikurinn var einliðaleikur karla þar sem Kári Gunnarsson mætti Emre Vural. Emre sigraði fyrstu lotuna 21-15. Næstu tvær lotur spilaði Kári af mikilli yfirvegun og sigraði glæsilega 21-14 og 21-10. Sara Högnadóttir spilaði síðan einliðaleik kvenna fyrir Ísland gegn Neslihan Yigit. Neslihan sem er númer 92 á heimslistanum hafði yfirhöndina í leiknum allan tímann og sigraði örugglega 21-9 og 21-6. Í tvíliðaleik karla mættu þeir Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson Emre Lale og Emre Vural. Þegar staðan var 4-7 fyrir Tyrkland sagði annar Tyrkjanna að hann hefði tognað í lærinu og að þeir yrðu að gefa leikinn. Fóru þeir rakleitt úr húsi að því loknu. Því næst mættu þær Özge Bayrak og Neslihan Yigit Sigríði Árnadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur í tvíliðaleik kvenna. Þær tyrknesku sem eru númer 50 á heimslistanum voru geysi sterkar og sigruðu íslensku stelpurnar örugglega 21-7 og 21-10. Þegar þarna var komið við sögu var staðan orðin 2-2 í viðureign Íslands og Tyrklands og ljóst að tvenndarleikurinn myndi ráða úrslitum. Fyrir Íslands hönd léku þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir og fyrir Tyrki þau Ramazan Özturk og Neslihan Kilic. Í stöðunni 5-0 fyrir Tyrkland kenndi Ramazan sér meins í öxl og gáfu Tyrkirnir því leikinn. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu einn leik hvert en Spánn vann alla sína leiki og tryggði sér með því þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu í febrúar.Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm
Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sjá meira