Krefst þess að Assange komi í héraðsdóm og beri vitni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 15:13 Sigurður er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fé með því að þykjast vera Julian Assange. Vísir / Getty Images Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira