Fótbolti

Cristiano Ronaldo gerir sitt til hjálpa lítilli veikri stúlku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur mikið vald þegar kemur að því að koma skilaboðum til heimsins enda á kappinn hundrað milljónir fylgjendur á fésbókinni.

Ronaldo áttar sig á þessu og reynir að nota heimsfrægð sína til að hjálpa fólki sem glímir við erfiðleika.  Ronaldo vakti þannig athygli á veikindum lítillar stúlku af portúgölskum ættum sem er búsett í Dúbæ.

Margarida er aðeins 25 vikna gömul og vex ekki eðlilega. Hún er aðeins 410 grömm á þyngd í dag og þarf á mjög kostnaðarsamri ummönnum að halda. Ronaldo segir frá því að fésbókarsíðu sinni að lækniskostnaðurinn sé hreinlega að buga foreldrana Goncalo og Eugeniu Queiroz.

Samkvæmt Ronaldo þá kostar það foreldranna um þúsund evrur á dag,  155 þúsund íslenskar krónur , að halda lífinu í litlu stelpunni sinni sem fæddir 28. október síðastliðinn.

„Við skulum öll styrkja Margaridu. Ekkert framlag er of lítið," skrifaði Cristiano Ronaldo á síðu sína og hann hefur örugglega sent sjálfur pening til Margaridu.

Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða en Cristiano Ronaldo á örugglega mikið af ríkum aðdáendum sem væru tilbúnir að láta gott af sér leiða eins og hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×