Fótbolti

Kompany heldur enn í vonina í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þrátt fyrir að Manchester City eigi litla möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu er Vincent Kompany ekki búinn að gefa upp alla von.

City tapaði fyrir CSKA Moskvu, 2-1, í vikunni og er fyrir vikið neðst í sínum riðli með tvö stig. City fellur úr leik ef liðinu mistekst að vinna Bayern München í næstu umferð og ef leik CSKA Moskvu og Roma á sama tíma lýkur ekki með jafntefli.

„Ég er fyrirliðinn og það er mitt að trúa á okkar möguleika þó svo að allir aðrir hafi gefist upp,“ sagði Kompany við fjölmiðla í Englandi. „Við eigum enn möguleika.“

„Það er landsleikjafrí framundan og það gefur okkur smá tíma til að hreinsa hugann, koma til baka og meta ástandið upp á nýtt.“

Kompany segir að það skuli ekki vanmeta að City hafi fyrst tekið þátt í Meistaradeild Evrópu árið 2011. „Við erum ekki félag sem hefur verið þarna reglulega í tvo áratugi. Þetta þarf maður að setja í samhengi.“

„Við höfum reynt að ná ákveðnum áföngum á hverju ári og okkur hefur gengið vel með það. En það er langur vegur frá því að spila í Meistaradeildinni og vinna henni. Þetta er ferli sem tekur tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×