Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 11:15 Joyce, Theo og Maaike. Vísir/Andri Marinó „Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið. Airwaves Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið.
Airwaves Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp