Porsche leigir Sistínsku kapelluna Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 09:23 Í Sistínsku kapellunni. Sistínska kapellan í Vatikaninu hefur aldrei verið leigð út og er Porsche fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Porsche ætlar að bjóða 40 gestum fyrir 5.000 evra aðgangseyri á mann að hlusta þar á klassíska tónlist, halda þar himneska matarveislu og leyfa þeim í leiðinni að njóta í leiðinni listaverka Michelangelo og Raphael. Það er Porsche Travel Club sem stendur að þessum viðburði. Núverandi páfi vill leyfa svona viðburði í kapellunni og láta ágóða þess renna til góðgerðarstarfs fyrir fátæka og heimilislausa. Þegar hann var kjörinn kallaði hann eftir breyttri stefnu kirkjunnar og að hún ætti að styðja við fólk sem ætti í vanda og þetta ein birtingarmynd þess. Þess má geta að páfinn býr sjálfur í lítilli íbúð án alls íburðar, ólíkt forverum sínum. Porsche vill ekki gefa það upp hverjir munu verða viðstaddir þennan menningarviðburð en er stolt af framlagi sínu til þeirra minna megandi. Á hverju ári heimsækja um 6 milljónir manns Sistínsku kapelluna í Vatikaninu. Hljómleikar hafa áður verið haldnir í kirkjunni en þeir hafa hingað til verið haldnir í tengslum við krikjulegt starf þar. Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent
Sistínska kapellan í Vatikaninu hefur aldrei verið leigð út og er Porsche fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Porsche ætlar að bjóða 40 gestum fyrir 5.000 evra aðgangseyri á mann að hlusta þar á klassíska tónlist, halda þar himneska matarveislu og leyfa þeim í leiðinni að njóta í leiðinni listaverka Michelangelo og Raphael. Það er Porsche Travel Club sem stendur að þessum viðburði. Núverandi páfi vill leyfa svona viðburði í kapellunni og láta ágóða þess renna til góðgerðarstarfs fyrir fátæka og heimilislausa. Þegar hann var kjörinn kallaði hann eftir breyttri stefnu kirkjunnar og að hún ætti að styðja við fólk sem ætti í vanda og þetta ein birtingarmynd þess. Þess má geta að páfinn býr sjálfur í lítilli íbúð án alls íburðar, ólíkt forverum sínum. Porsche vill ekki gefa það upp hverjir munu verða viðstaddir þennan menningarviðburð en er stolt af framlagi sínu til þeirra minna megandi. Á hverju ári heimsækja um 6 milljónir manns Sistínsku kapelluna í Vatikaninu. Hljómleikar hafa áður verið haldnir í kirkjunni en þeir hafa hingað til verið haldnir í tengslum við krikjulegt starf þar.
Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent