Í dag var dregið í 16-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla og kvenna en ríkjandi bikarmeistarar Grindavíkur eiga fyrir höndum erfiðan útileik gegn Tindastóli í karlaflokki.
Alls verða fjórir úrvalsdeildarslagir í 16-liða úrslitunum í karlaflokki, þeirra á meðal viðureign Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn.
Einn leikur á reyndar eftir að fara fram í 32-liða úrslitunum en þá mætir Sindri liði Fjölnis. Sigurvegarinn í þeim leik mætir Leikni á útivelli.
Í kvennaflokki drógust bikarmeistarar Hauka gegn 1. deildarliði Stjörnunnar en eini úrvalsdeildarslagurinn í umferðinni er viðureign Hamars og Grindavíkur.
Leikirnir fara fram dagana 5.-7. desember.
16-liða úrslit kvenna:
Valur - FSu/Hrunamenn
Tindastóll - KR
Snæfell - Fjölnir
Hamar - Grindavík
Stjarnan - Haukar
Þór Ak. - Breiðablik
Keflavík og Njarðvík sitja hjá.
16-liða úrslit karla:
Keflavík - Þór Þ.
Valur - Snæfell
Skallagrímur - Njarðvík
Stjarnan - ÍR
KR - Haukar B
Tindastóll - Grindavík
Leiknir - Sindri eða Fjölnir
ÍA - Hamar
