Fótbolti

Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar hér á Anfield.
Cristiano Ronaldo fagnar hér á Anfield. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik.

Cristiano Ronaldo hefur verið í miklu stuði það sem af er tímabilsins og er þegar kominn með 17 mörk í 9 deildarleikjum með Real Madrid á leiktíðinni.

Ronaldo er búinn að skora að minnsta kosti eitt mark í öllum níu deildarleikjum Real-liðsins og hann er líka búinn að skora í öllum þremur leikjum liðsins í Meistaradeildinni.

Það er magnað að bera saman markaskor Cristiano Ronaldo í spænsku úrvalsdeildinni og markaskor alls Liverpool-liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Cristiano Ronaldo er með 17 mörk í 9 leikjum

Allt lið Liverpool er með 13 mörk í 10 leikjum

Cristiano Ronaldo hefur skorað í öllum 9 leikjunum

Allt lið Liverpool hefur skorað í 7 af 10 leikjum

Cristiano Ronaldo hefur skorað meira en eitt mark í 4 leikjunum

Allt lið Liverpool hefur skorað meira en eitt mark í 4 leikjunum

Leikmenn Liverpool hafa "bara" skorað 10 þessara marka þar sem 3 þeirra hafa verið sjálfsmörk.

Cristiano Ronaldo hefur einnig lagt upp 5 mörk Real Madrid og hefur því komið alls af 22 mörkum í 9 deildarleikjum á leiktíðinni.

Leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×