Fótbolti

Suarez: Stuðningsmenn verða að halda trúnni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Luis Suarez hefur hvatt stuðningsmenn Barcelona til að gefast ekki upp á liðinu þrátt fyrir tvo tapleiki í röð.

Barcelona tapaði fyrir Celta Vigo á laugardag, 1-0, viku eftir að liðið tapaði fyrir Real Madrid í El Clasico. Liðið hefur nú misst toppsæti deildarinnar til Madrídinga og er nú í fjórða sæti.

Suarez kom til Barcelona í sumar en kláraði fjögurra mánaða leikbann fyrir að bíta Giorgio Chiellinni á HM í sumar daginn áður en Barcelona mætti Real Madrid. Fyrir þann leik hafði Barcelona unnið sjö af átta deildarleikjum sínum og ekki fengið á sig mark.

„Ekki gefast upp á okkur. Við viljum allra helst snúa þessu við,“ sagði Suarez. „Stundum er knattspyrnan ósanngjörn. Þegar boltinn vill ekki fara inn, þá fer hann ekki inn.“

„Við vorum ekki með heppnina með okkur gegn Celta en við þurfum að halda trúnni. Við viljum snúa þessu við og vinna titla því þetta er besta félag í heimi.“


Tengdar fréttir

Annað tap Börsunga í röð

Barcelona tapaði heldur betur óvæntum stigum á Nývangi í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Celta Vigo.

Real Madrid skellti Barcelona

Þrátt fyrir óskabyrjun Barcelona vann Real Madrid öruggan 3-1 sigur í El Clásico í dag. Staðan í hálfleik var 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×