Faraó-maurarnir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. nóvember 2014 07:44 Faraó-maurarnir hafa dreift sér um samfélagið. Þeir eru litlir, næstum ósýnilegir, fara um hratt í beinni röð, hver á eftir öðrum, staðfastir, einhuga. Þeir éta allt en sólgnastir eru þeir í innviði. Þeir breiða út alls kyns sóttir á ferðum sínum: sinnuleysi, dáðleysi og ráðleysi, sundurlyndi og þrasgirni, skammsýni, heimsku og sérgæsku, ótta og andúð á öðru. Þeir eru á sjúkrastofunum og elliheimilunum, í kennslustofunum og sambýlunum; þeir eru á rannsóknarstofunum og þekkingarsetrunum, í söfnunum og listamannasjóðunum, í eftirlitsstofnununum og í sjávarbyggðunum. Þeir eru í litlu fyrirtækjunum og í þjónustustarfseminni og allri umönnun á vegum hins opinbera, þeir eru í öllu sem ekki er í eigu SÍS-herja. Faraó-maurarnir heita svo vegna þess að þeir koma skríðandi út úr múmíum. Þeir koma úr gömlum og fúlum kompum. Þeir skríða upp úr daunillum grafhýsum dauðra hugmynda og innan úr múmíum löngu liðinna faraóa - kalla sem réðu einu sinni öllu hér á landi en eru fyrir löngu orðnir að smyrlingum sem smjaðurtungur vildarmanna hafa skapað kringum þeirra eigin valdasýki og skort á sjálfsgagnrýni. Daglega senda gömlu faraóarnir okkur sverm af iðandi maurum sem þramma af stað út í samfélagið til að éta innviði og eitra andrúmsloftið.Það er læknaverkfall Faraó-maurarnir. Þetta eru víst einhverjar pöddur sem fundust á dögunum á Landspítalanum. Ekki veit ég hvernig stendur á þessu undarlega nafni en óneitanlega hljóta að vakna viss hugrenningatengsl við múmíur og draugagang. Við lifum á sérkennilegum tímum. Okkur er sagt að hér sé hagvöxtur og allt sé jafnvel á uppleið - okkur er sagt að hér sé uppgangur; okkur skilst að við höfum það gott. Það kvað vera svo ódýrt að kaupa nuddpotta og kók. En aðallega finnst manni samt eins og við séum á fleygiferð; við séum á einhverri leið sem við vitum ekki hvert liggur en einhvers staðar þarna í þokunni sé hengiflug. Það er læknaverkfall. Ekki eru gerðar rannsóknir á sjúku fólki sem skipt gætu sköpum um heill þess og hamingju. Ef gröfin gín ekki beinlínis við þá er ekki ráðist í aðrar aðgerðir en verkfallsaðgerðir. Fólk þjáist. Veikt fólk fær ekki þá aðhlynningu sem við ætlumst til að það fái og það á heimtingu á að fá í landi þar sem ekki ríkir stríðsástand. Ríkir kannski stríðsástand? Eru einhver öfl í stríði við okkur almenning án þess að við áttum okkur fyllilega á því? Læknar fara að minnsta kosti ekki í verkfall fyrr en í fulla hnefana. Verkföll eru neyðarbrauð hjá hópum og það hversu þau færast í vöxt um þessar mundir er vitnisburður um það að sú láglaunastefna (með yfirborgunum til útvalinna) sem áralangt samkomulag hefur ríkt milli "aðila vinnumarkaðarins" um að skuli fylgt hér á landi, er að ganga sér til húðar og almenn laun þurfa að hækka hér verulega og verð á nauðsynjum að lækka að sama skapi. Tónlistarkennarar eru í verkfalli til að ná eyrum sveitarfélaganna um þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái sömu laun og aðrir kennarar og það er svo sannarlega illt til þess að vita að börnin fái ekki tónlistarkennslu sína, og margt í húfi þar hjá þjóð sem ekki hefur margt til að vera stolt af um þessar mundir - en hefur þó tónlistina sína sem þekkt er víða um heim.„Talaðu við mig eftir helgi“ Það er hábölvað að tónlistarkennarar séu í verkfalli því að blessuð börnin verða aldrei aftur á þeim aldri sem þau eru nú: en læknaverkfall er á hinn bóginn óbærilegt. Það er stríðsástand. Ekki fer á milli mála að eitthvað mikið þarf að hafa gengið á þegar læknar leggja niður störf: þeir hljóta að líta á núverandi fjármálafrumvarp sem stórkostleg svik við gefin fyrirheit þeirra flokka sem nú eru við stjórnvölinn og lofuðu stórfelldri uppbyggingu í heilbrigðismálum, átti raunar að vera forgangsmál. Fátt fréttist af byggingarmálum annað en sigrihrósandi framrás faraó-mauranna og skætingur hjá talsmönnum fjárveitingarnefndar - og nú loðin loforð um að eitthvað gerist „á kjörtímabilinu“ sem er viðkvæði stjórnmálamanna sambærilegt við: „talaðu við mig eftir helgi“ hjá iðnaðarmönnum. Hjá æ fleirum eru teknar að vakna grunsemdir um að til standi að láta opinbera heilbrigðisþjónustu grotna niður til þess að einkarekin þjónusta geti tekið við af henni. Ekki dregur úr þeim grunsemdum að nýlega var tilkynnt um byggingaráform um einkaspítala í Kópavogi. Á meðan eru Faraó-maurarnir látnir vinna sitt hljóðlausa starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Faraó-maurarnir hafa dreift sér um samfélagið. Þeir eru litlir, næstum ósýnilegir, fara um hratt í beinni röð, hver á eftir öðrum, staðfastir, einhuga. Þeir éta allt en sólgnastir eru þeir í innviði. Þeir breiða út alls kyns sóttir á ferðum sínum: sinnuleysi, dáðleysi og ráðleysi, sundurlyndi og þrasgirni, skammsýni, heimsku og sérgæsku, ótta og andúð á öðru. Þeir eru á sjúkrastofunum og elliheimilunum, í kennslustofunum og sambýlunum; þeir eru á rannsóknarstofunum og þekkingarsetrunum, í söfnunum og listamannasjóðunum, í eftirlitsstofnununum og í sjávarbyggðunum. Þeir eru í litlu fyrirtækjunum og í þjónustustarfseminni og allri umönnun á vegum hins opinbera, þeir eru í öllu sem ekki er í eigu SÍS-herja. Faraó-maurarnir heita svo vegna þess að þeir koma skríðandi út úr múmíum. Þeir koma úr gömlum og fúlum kompum. Þeir skríða upp úr daunillum grafhýsum dauðra hugmynda og innan úr múmíum löngu liðinna faraóa - kalla sem réðu einu sinni öllu hér á landi en eru fyrir löngu orðnir að smyrlingum sem smjaðurtungur vildarmanna hafa skapað kringum þeirra eigin valdasýki og skort á sjálfsgagnrýni. Daglega senda gömlu faraóarnir okkur sverm af iðandi maurum sem þramma af stað út í samfélagið til að éta innviði og eitra andrúmsloftið.Það er læknaverkfall Faraó-maurarnir. Þetta eru víst einhverjar pöddur sem fundust á dögunum á Landspítalanum. Ekki veit ég hvernig stendur á þessu undarlega nafni en óneitanlega hljóta að vakna viss hugrenningatengsl við múmíur og draugagang. Við lifum á sérkennilegum tímum. Okkur er sagt að hér sé hagvöxtur og allt sé jafnvel á uppleið - okkur er sagt að hér sé uppgangur; okkur skilst að við höfum það gott. Það kvað vera svo ódýrt að kaupa nuddpotta og kók. En aðallega finnst manni samt eins og við séum á fleygiferð; við séum á einhverri leið sem við vitum ekki hvert liggur en einhvers staðar þarna í þokunni sé hengiflug. Það er læknaverkfall. Ekki eru gerðar rannsóknir á sjúku fólki sem skipt gætu sköpum um heill þess og hamingju. Ef gröfin gín ekki beinlínis við þá er ekki ráðist í aðrar aðgerðir en verkfallsaðgerðir. Fólk þjáist. Veikt fólk fær ekki þá aðhlynningu sem við ætlumst til að það fái og það á heimtingu á að fá í landi þar sem ekki ríkir stríðsástand. Ríkir kannski stríðsástand? Eru einhver öfl í stríði við okkur almenning án þess að við áttum okkur fyllilega á því? Læknar fara að minnsta kosti ekki í verkfall fyrr en í fulla hnefana. Verkföll eru neyðarbrauð hjá hópum og það hversu þau færast í vöxt um þessar mundir er vitnisburður um það að sú láglaunastefna (með yfirborgunum til útvalinna) sem áralangt samkomulag hefur ríkt milli "aðila vinnumarkaðarins" um að skuli fylgt hér á landi, er að ganga sér til húðar og almenn laun þurfa að hækka hér verulega og verð á nauðsynjum að lækka að sama skapi. Tónlistarkennarar eru í verkfalli til að ná eyrum sveitarfélaganna um þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái sömu laun og aðrir kennarar og það er svo sannarlega illt til þess að vita að börnin fái ekki tónlistarkennslu sína, og margt í húfi þar hjá þjóð sem ekki hefur margt til að vera stolt af um þessar mundir - en hefur þó tónlistina sína sem þekkt er víða um heim.„Talaðu við mig eftir helgi“ Það er hábölvað að tónlistarkennarar séu í verkfalli því að blessuð börnin verða aldrei aftur á þeim aldri sem þau eru nú: en læknaverkfall er á hinn bóginn óbærilegt. Það er stríðsástand. Ekki fer á milli mála að eitthvað mikið þarf að hafa gengið á þegar læknar leggja niður störf: þeir hljóta að líta á núverandi fjármálafrumvarp sem stórkostleg svik við gefin fyrirheit þeirra flokka sem nú eru við stjórnvölinn og lofuðu stórfelldri uppbyggingu í heilbrigðismálum, átti raunar að vera forgangsmál. Fátt fréttist af byggingarmálum annað en sigrihrósandi framrás faraó-mauranna og skætingur hjá talsmönnum fjárveitingarnefndar - og nú loðin loforð um að eitthvað gerist „á kjörtímabilinu“ sem er viðkvæði stjórnmálamanna sambærilegt við: „talaðu við mig eftir helgi“ hjá iðnaðarmönnum. Hjá æ fleirum eru teknar að vakna grunsemdir um að til standi að láta opinbera heilbrigðisþjónustu grotna niður til þess að einkarekin þjónusta geti tekið við af henni. Ekki dregur úr þeim grunsemdum að nýlega var tilkynnt um byggingaráform um einkaspítala í Kópavogi. Á meðan eru Faraó-maurarnir látnir vinna sitt hljóðlausa starf.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun