Íslendingar berjast gegn hagræðingu úrslita Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 14:39 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Ísland í París undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Gabriella Battaini-Dragoni aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuráðsins undirritaði fyrir hönd þess. mynd/aðsend Ísland hefur undirritað alþjóðasamning um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum en tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi. Nú í tvö ár hefur íþróttanefnd Evrópuráðsins (Enlarget Partial Agreement on Sport) unnið að gerð samnings um hagræðingu úrslita íþróttakappleikja. Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti samninginn þann 9. júlí 2014. Í samningnum er kveðið á um ýmsar aðgerðir sem löndin hyggjast beita hvert í sínu landi og sameiginlega í alþjóðlegu samstarfi til þess að berjast gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja en talsverð aukning hefur orðið á málum sem tengjast veðmálum og hagræðingu úrslita kappleiki í íþróttum í Evrópu og víðar. Tilgangur samningsins er ekki síður að skiptast á upplýsingum á alþjóðlegum vettvangi og samhæfa samstarf stjórnvalda og viðeigandi stofnana við íþróttasamtök og aðila sem vinna í getraunatengdri starfsemi. Með samningnum er einnig verið að verja heiðarleika og gildi íþrótta en mikil aukning á fjármagni í ýmsum íþróttagreinum hefur orðið til þess að auka ólöglega veðmálastarfsemi og hefur hætta á að úrslitum sé hagrætt í kappleikjum sem veðjað er á aukist umtalsvert samfara þessari þróun. Undirritun samningsins fór fram í Strasbourg þann 13. nóvember 2014. Innlendar Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ísland hefur undirritað alþjóðasamning um hagræðingu úrslita kappleikja í íþróttum en tilgangur samningsins er að koma í veg fyrir og upplýsa mál sem lúta að hagræðingu úrslita íþróttakappleikja og stuðla að því refsað sé fyrir brot af því tagi. Nú í tvö ár hefur íþróttanefnd Evrópuráðsins (Enlarget Partial Agreement on Sport) unnið að gerð samnings um hagræðingu úrslita íþróttakappleikja. Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti samninginn þann 9. júlí 2014. Í samningnum er kveðið á um ýmsar aðgerðir sem löndin hyggjast beita hvert í sínu landi og sameiginlega í alþjóðlegu samstarfi til þess að berjast gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja en talsverð aukning hefur orðið á málum sem tengjast veðmálum og hagræðingu úrslita kappleiki í íþróttum í Evrópu og víðar. Tilgangur samningsins er ekki síður að skiptast á upplýsingum á alþjóðlegum vettvangi og samhæfa samstarf stjórnvalda og viðeigandi stofnana við íþróttasamtök og aðila sem vinna í getraunatengdri starfsemi. Með samningnum er einnig verið að verja heiðarleika og gildi íþrótta en mikil aukning á fjármagni í ýmsum íþróttagreinum hefur orðið til þess að auka ólöglega veðmálastarfsemi og hefur hætta á að úrslitum sé hagrætt í kappleikjum sem veðjað er á aukist umtalsvert samfara þessari þróun. Undirritun samningsins fór fram í Strasbourg þann 13. nóvember 2014.
Innlendar Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira