Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. nóvember 2014 20:30 Ásgeir Daði hefur mikla trú á lækningamætti kannabisplöntunnar. Vísir/GVA Ásgeir Daði Rúnarsson vakti mikla athygli fyrir framkomu sína í sjónvarpsþættinum Brestir síðasta mánudag, en þar greindi hann frá því hvernig hann vinnur og neytir kannabisolíu heima hjá sér í tilraun til þess að sigrast á krabbameini sem hann greindist með árið 2011. Hann segir fimm manns hafa haft samband við hann síðan þátturinn var sýndur til að biðja um kannabisolíu. „Ég bara gaf þeim númerið mitt, hitti þau og talaði við þau,“ segir Ásgeir. „Fólk er enn að hafa samband en ég bara hef ekki meiri olíu að gefa.“ Þeir sem höfðu samband voru allir ókunnugir Ásgeiri. Einhverjir þeirra voru krabbameinssjúklingar en aðrir haldnir taugasjúkdómum eða einfaldlega með mikla verki. „Ég er ekki búinn að heyra í öllum en tveir eru búnir að segja mér að þetta hafi hjálpað þeim. Ég heyrði í þeim bara samdægurs, þetta er þannig að þetta virkar strax.“ Ásgeir gefur alltaf olíuna sem hann vinnur og neitar að taka greiðslu fyrir. Hann segist þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að auðgast á heilsutapi annarra. „En ég hef fengið gjafir í staðinn frá fólki sem ég hef hjálpað,“ segir hann. „Þannig að ef maður gerir gott, þá fær maður gott. Það er bara þannig.“Ásgeir kom fyrir kannabisplöntu í garðinum heima hjá sér, sem nú er uppurin.VísirStefnir á að opna búð Í þættinum í síðustu viku greindi Ásgeir frá því að hann hefði gefið rúmlega tuttugu krabbameinssjúklingum kannabisolíu, bæði til að minnka aukaverkanir lyfjameðferðar þeirra og til að reyna að vinna bug á meininu sjálfu. Hann segist hafa fengið mikil viðbrögð frá fólki sem sá hann í þættinum. „Bara bros úti á götu, fólk stoppar og þakkar fyrir,“ segir hann. „Það finnst öllum fáránlegt að þetta sé bannað.“ Ásgeir er á leið til útlanda í þrjá mánuði en að því loknu segist hann ætla að snúa aftur heim og halda áfram að reyna að hjálpa fólki með kannabislyfi sínu. „Og þá ætla ég bara að opna búð. Ég stefni á það, einhvern tímann á næsta ári. Ég er að reyna að fá fólk með mér í þetta en það gengur ekkert,“ segir Ásgeir og hlær. Skiptar skoðanir eru meðal fólks um hvort afglæpavæða, eða hreinlega lögleiða, eigi kannabis. Ásgeir er handviss um að neysla þess verði lögleidd á Íslandi fyrr eða síðar. „Ég veit að þetta verður lögleitt,“ segir hann. „Ég veit það, það er bara spurning hvað það tekur langan tíma. Það þarf bara að gerast sem fyrst því það eru svo margir sem þurfa hjálp hérna. Og við erum svo lítil þjóð, við erum bara systkyni hérna. Það þurfa allir að hjálpa hvor öðrum.“ Brestir Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Heilbrigðisráðherra ekki mótfallinn að leyfa kannabisnotkun í lækningaskyni Segist bíða eftir áliti fagfólks. 13. nóvember 2014 19:30 „Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. 11. nóvember 2014 12:26 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Vill vita hvort ráðherra geti leyft kannabis í lækningaskyni Jón Þór Ólafsson pírati vill vita hvort það þurfi að breyta lögum til að heimila læknum að ávísa kannabis í lækningaskyni. 13. nóvember 2014 10:10 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. 10. nóvember 2014 20:39 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ásgeir Daði Rúnarsson vakti mikla athygli fyrir framkomu sína í sjónvarpsþættinum Brestir síðasta mánudag, en þar greindi hann frá því hvernig hann vinnur og neytir kannabisolíu heima hjá sér í tilraun til þess að sigrast á krabbameini sem hann greindist með árið 2011. Hann segir fimm manns hafa haft samband við hann síðan þátturinn var sýndur til að biðja um kannabisolíu. „Ég bara gaf þeim númerið mitt, hitti þau og talaði við þau,“ segir Ásgeir. „Fólk er enn að hafa samband en ég bara hef ekki meiri olíu að gefa.“ Þeir sem höfðu samband voru allir ókunnugir Ásgeiri. Einhverjir þeirra voru krabbameinssjúklingar en aðrir haldnir taugasjúkdómum eða einfaldlega með mikla verki. „Ég er ekki búinn að heyra í öllum en tveir eru búnir að segja mér að þetta hafi hjálpað þeim. Ég heyrði í þeim bara samdægurs, þetta er þannig að þetta virkar strax.“ Ásgeir gefur alltaf olíuna sem hann vinnur og neitar að taka greiðslu fyrir. Hann segist þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að auðgast á heilsutapi annarra. „En ég hef fengið gjafir í staðinn frá fólki sem ég hef hjálpað,“ segir hann. „Þannig að ef maður gerir gott, þá fær maður gott. Það er bara þannig.“Ásgeir kom fyrir kannabisplöntu í garðinum heima hjá sér, sem nú er uppurin.VísirStefnir á að opna búð Í þættinum í síðustu viku greindi Ásgeir frá því að hann hefði gefið rúmlega tuttugu krabbameinssjúklingum kannabisolíu, bæði til að minnka aukaverkanir lyfjameðferðar þeirra og til að reyna að vinna bug á meininu sjálfu. Hann segist hafa fengið mikil viðbrögð frá fólki sem sá hann í þættinum. „Bara bros úti á götu, fólk stoppar og þakkar fyrir,“ segir hann. „Það finnst öllum fáránlegt að þetta sé bannað.“ Ásgeir er á leið til útlanda í þrjá mánuði en að því loknu segist hann ætla að snúa aftur heim og halda áfram að reyna að hjálpa fólki með kannabislyfi sínu. „Og þá ætla ég bara að opna búð. Ég stefni á það, einhvern tímann á næsta ári. Ég er að reyna að fá fólk með mér í þetta en það gengur ekkert,“ segir Ásgeir og hlær. Skiptar skoðanir eru meðal fólks um hvort afglæpavæða, eða hreinlega lögleiða, eigi kannabis. Ásgeir er handviss um að neysla þess verði lögleidd á Íslandi fyrr eða síðar. „Ég veit að þetta verður lögleitt,“ segir hann. „Ég veit það, það er bara spurning hvað það tekur langan tíma. Það þarf bara að gerast sem fyrst því það eru svo margir sem þurfa hjálp hérna. Og við erum svo lítil þjóð, við erum bara systkyni hérna. Það þurfa allir að hjálpa hvor öðrum.“
Brestir Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Heilbrigðisráðherra ekki mótfallinn að leyfa kannabisnotkun í lækningaskyni Segist bíða eftir áliti fagfólks. 13. nóvember 2014 19:30 „Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. 11. nóvember 2014 12:26 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Vill vita hvort ráðherra geti leyft kannabis í lækningaskyni Jón Þór Ólafsson pírati vill vita hvort það þurfi að breyta lögum til að heimila læknum að ávísa kannabis í lækningaskyni. 13. nóvember 2014 10:10 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. 10. nóvember 2014 20:39 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54
Heilbrigðisráðherra ekki mótfallinn að leyfa kannabisnotkun í lækningaskyni Segist bíða eftir áliti fagfólks. 13. nóvember 2014 19:30
„Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. 11. nóvember 2014 12:26
Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45
Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34
Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27
Vill vita hvort ráðherra geti leyft kannabis í lækningaskyni Jón Þór Ólafsson pírati vill vita hvort það þurfi að breyta lögum til að heimila læknum að ávísa kannabis í lækningaskyni. 13. nóvember 2014 10:10
Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10
Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. 10. nóvember 2014 20:39
Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46