Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2014 19:00 Kvígfirðingar telja að aldrei áður í hálfrar aldar sögu sjónvarps á Íslandi hafi birst myndir úr Kvígindisfirði. Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. Þar sem Vestfjarðavegi hallar niður af Klettshálsi til Skálmarfjarðar liggur vegslóði niður í Kvígindisfjörð en þar lauk heilsársbyggð árið 1965. Á landakortum er Kvígindisfjörður skráður sem eyðijörð. Þar hefur engu að síður verið líf og fjör. Á jörðinni hafa fimm ný hús rísið á undanförnum árum og utar í firðinum, á jörðinni Kirkjubóli, eru tvo ný hús risin og það þriðja í smíðum. Allt eru þetta frístundahús sem einkum eru notuð á sumrin af afkomendum þeirra sem síðast bjuggu hér.Bræðurnir Sæmundur, Einar, Gunnar og Jóhannes Guðmundssynir í viðtali við fulltrúa Stöðvar 2 á veröndinni í Kvígindisfirði í sumar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eigendur Kvígindisfjarðar eru átta systkin, sem öll eru hér fædd og uppalin, og bræðurnir sem við ræddum við telja að ekki hafi áður verið sýndar myndir héðan í sjónvarpi, og minnast þess raunar heldur ekki að í þeirra tíð hafi birst fréttir úr firðinum í útvarpi né dagblöðum. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður fjallað um mannlíf í Kvígindisfirði, bæði fyrr og nú.Báturinn Svanur er 100 ára gamall og var notaður í frægri bíómynd. Nánar verður sagt frá honum í þættinum "Um land allt".Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Reykhólahreppur Um land allt Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Kvígfirðingar telja að aldrei áður í hálfrar aldar sögu sjónvarps á Íslandi hafi birst myndir úr Kvígindisfirði. Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. Þar sem Vestfjarðavegi hallar niður af Klettshálsi til Skálmarfjarðar liggur vegslóði niður í Kvígindisfjörð en þar lauk heilsársbyggð árið 1965. Á landakortum er Kvígindisfjörður skráður sem eyðijörð. Þar hefur engu að síður verið líf og fjör. Á jörðinni hafa fimm ný hús rísið á undanförnum árum og utar í firðinum, á jörðinni Kirkjubóli, eru tvo ný hús risin og það þriðja í smíðum. Allt eru þetta frístundahús sem einkum eru notuð á sumrin af afkomendum þeirra sem síðast bjuggu hér.Bræðurnir Sæmundur, Einar, Gunnar og Jóhannes Guðmundssynir í viðtali við fulltrúa Stöðvar 2 á veröndinni í Kvígindisfirði í sumar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eigendur Kvígindisfjarðar eru átta systkin, sem öll eru hér fædd og uppalin, og bræðurnir sem við ræddum við telja að ekki hafi áður verið sýndar myndir héðan í sjónvarpi, og minnast þess raunar heldur ekki að í þeirra tíð hafi birst fréttir úr firðinum í útvarpi né dagblöðum. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður fjallað um mannlíf í Kvígindisfirði, bæði fyrr og nú.Báturinn Svanur er 100 ára gamall og var notaður í frægri bíómynd. Nánar verður sagt frá honum í þættinum "Um land allt".Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Reykhólahreppur Um land allt Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira