Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 17:25 Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent
Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent