Vilja leggja niður mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2014 12:08 Guðmundur Steingrímsson er einn flutningsmanna. Vísir/Daníel Sex þingmenn Bjartar framtíðar munu í dag leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn. Meðal þess sem þeir vilja gera er að leggja niður mannanafnanefnd og gefa fólki kost á að taka upp ættarnöfn. Þá benda þeir á að treysta eigi foreldrum fyrir því að velja nöfn á börnin sín. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu sem Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson leggja fram kemur fram að meginmarkmið frumvarpsins sé að undirstrika þá meginreglu varðandi nöfn og nafngiftir að almennt skuli gert ráð fyrir því að nöfn séu leyfð, að foreldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt. Er gerð athugasemd við það að upptaka nýrra ættarnafna sé bönnuð. „Ljóst má vera að ákvæði laganna um ættarnöfn standa vörð um rétt tiltekins hóp Íslendinga til að bera ættarnöfn byggð á erfðarétti og verndunarsjónarmiðum sem voru í hávegum höfð í samfélagi sem á lítið skylt við það alþjóðavædda og upplýsta fjölmenningarsamfélag sem við búum við í dag. Verndunarsjónarmiðin sem búa að baki því að tiltekin hópur Íslendinga hefur leyfi til að bera ættarnafn vegna erfða felur í sér ójafnræði milli þeira sem hafa þessi réttindi og þeirra sem hafa þau ekki,“ eins og segir í greinargerðinni.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir.Bent er á að erlendum ríkisborgurum sem fái íslenskt ríkisfang sé tryggður sá sjálfsagði réttur að halda sínu nafni og ættarnafni. Enda sé litið á það sem stóran hlut af sjálfsmynd manneskju að bera nafn. „Þannig bætist við annar hópur sem hefur rétt til að bera ættarnöfn við þann sem hefur þennan rétt vegna erfða. Eftir situr hópur fólks sem hefur ekki þessi réttindi og þarf að sækja hann fyrir dómstólum.“ Þá er lögð áhersla á að ákvæði núgildandi laga um kvenmanns- og karlmannsnöfn séu tímaskekkja sem þurfi að laga. „Það er ekki hlutverk löggjafans að skilgreina hvað eru kvennmannsnöfn og hvað karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleikan niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni.“ Vísa þingmennirnir til máls Blævar Bjarkardóttur sem í ársbyrjun 2013 fékk leyfi til að heita nafninu sem hún ber í dag. Var það mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær væri ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni. „Þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpi þessu eru í anda niðurstöðu þessa dóms. Hagsmunir einstaklinga af því að fá að heita nafninu sínu eru ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að fólk fái ekki að heita nafninu sínu.“ Frumvarpið og greinargerðina má sjá hér að neðan (DOC) Tengdar fréttir Hægt að heita sama nafni og lögregluhundurinn Rex Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex ný eiginnöfn og eitt nýtt millinafn. 4. nóvember 2014 17:59 Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá Ragnar Aðalsteinsson segir Íslendingum mismunað eftir uppruna, sumir fá að heita erlendum nöfnum en aðrir ekki. 3. júlí 2014 14:08 Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr „Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ 26. ágúst 2014 13:36 "Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1. febrúar 2013 13:15 Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli Mannanafnanefnd hafnaði tíu af fimmtán erindum sem til hennar bárust. 20. október 2014 13:47 „Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ 7. júlí 2014 16:17 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Sex þingmenn Bjartar framtíðar munu í dag leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn. Meðal þess sem þeir vilja gera er að leggja niður mannanafnanefnd og gefa fólki kost á að taka upp ættarnöfn. Þá benda þeir á að treysta eigi foreldrum fyrir því að velja nöfn á börnin sín. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu sem Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson leggja fram kemur fram að meginmarkmið frumvarpsins sé að undirstrika þá meginreglu varðandi nöfn og nafngiftir að almennt skuli gert ráð fyrir því að nöfn séu leyfð, að foreldrum sé treyst til að velja börnum sínum nafn og að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt. Er gerð athugasemd við það að upptaka nýrra ættarnafna sé bönnuð. „Ljóst má vera að ákvæði laganna um ættarnöfn standa vörð um rétt tiltekins hóp Íslendinga til að bera ættarnöfn byggð á erfðarétti og verndunarsjónarmiðum sem voru í hávegum höfð í samfélagi sem á lítið skylt við það alþjóðavædda og upplýsta fjölmenningarsamfélag sem við búum við í dag. Verndunarsjónarmiðin sem búa að baki því að tiltekin hópur Íslendinga hefur leyfi til að bera ættarnafn vegna erfða felur í sér ójafnræði milli þeira sem hafa þessi réttindi og þeirra sem hafa þau ekki,“ eins og segir í greinargerðinni.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir.Bent er á að erlendum ríkisborgurum sem fái íslenskt ríkisfang sé tryggður sá sjálfsagði réttur að halda sínu nafni og ættarnafni. Enda sé litið á það sem stóran hlut af sjálfsmynd manneskju að bera nafn. „Þannig bætist við annar hópur sem hefur rétt til að bera ættarnöfn við þann sem hefur þennan rétt vegna erfða. Eftir situr hópur fólks sem hefur ekki þessi réttindi og þarf að sækja hann fyrir dómstólum.“ Þá er lögð áhersla á að ákvæði núgildandi laga um kvenmanns- og karlmannsnöfn séu tímaskekkja sem þurfi að laga. „Það er ekki hlutverk löggjafans að skilgreina hvað eru kvennmannsnöfn og hvað karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleikan niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni.“ Vísa þingmennirnir til máls Blævar Bjarkardóttur sem í ársbyrjun 2013 fékk leyfi til að heita nafninu sem hún ber í dag. Var það mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær væri ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni. „Þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpi þessu eru í anda niðurstöðu þessa dóms. Hagsmunir einstaklinga af því að fá að heita nafninu sínu eru ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að fólk fái ekki að heita nafninu sínu.“ Frumvarpið og greinargerðina má sjá hér að neðan (DOC)
Tengdar fréttir Hægt að heita sama nafni og lögregluhundurinn Rex Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex ný eiginnöfn og eitt nýtt millinafn. 4. nóvember 2014 17:59 Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá Ragnar Aðalsteinsson segir Íslendingum mismunað eftir uppruna, sumir fá að heita erlendum nöfnum en aðrir ekki. 3. júlí 2014 14:08 Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr „Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ 26. ágúst 2014 13:36 "Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1. febrúar 2013 13:15 Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli Mannanafnanefnd hafnaði tíu af fimmtán erindum sem til hennar bárust. 20. október 2014 13:47 „Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ 7. júlí 2014 16:17 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Hægt að heita sama nafni og lögregluhundurinn Rex Mannanafnanefnd hefur samþykkt sex ný eiginnöfn og eitt nýtt millinafn. 4. nóvember 2014 17:59
Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá Ragnar Aðalsteinsson segir Íslendingum mismunað eftir uppruna, sumir fá að heita erlendum nöfnum en aðrir ekki. 3. júlí 2014 14:08
Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr „Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“ 26. ágúst 2014 13:36
"Þá getum við fagnað almennilega" Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, var kampakát með fréttir þess efnis að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Bjarkar gegn íslenska ríkinu yrði ekki áfrýjað. 1. febrúar 2013 13:15
Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli Mannanafnanefnd hafnaði tíu af fimmtán erindum sem til hennar bárust. 20. október 2014 13:47
„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“ Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“ 7. júlí 2014 16:17
Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53