Brooks Koepka sigraði í Tyrklandi eftir frábæran lokahring 16. nóvember 2014 13:43 Brooks Koepka lék frábært golf í dag. Getty Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sigraði í sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni en hann lék best allra á Turkish Airlines Open sem fram fór á Montgomerie Maxx Royal vellnum í Tyrklandi. Koepka átti sigurinn svo sannarlega skilið en hann fór á kostum á lokahringnum, fékk fimm fugla, einn örn og engan skolla en hann kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann endaði mótið á 17 höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Ian Poulter sem missti rúmlega tveggja metra pútt á lokaholunni til þess að jafna metinn og knýja fram bráðabana.Henrik Stenson nældi sér í þriðja sætið í mótinu með lokahring upp á 64 högg en nokkrir kylfingar deildu fjórða sætinu á 13 höggum undir pari, meðal annars Wade Ormsby sem leiddi fyrir lokahringinn og Miguel Angel Jimenez. Koepka hefur leikið á Áskorendamótaröðinni, Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni undanfarin ár en þetta er stærsti sigur hans á ferlinum. Fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 130 milljónir í sinn hlut og þátttökurétt á stærstu mótum veraldar á næsta ári. Koepka sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir þessum sigri sem hann vonaði að væri ekki sá fyrsti, enda væri hann enn að taka miklum framförum. Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai í næstu viku en þar leika 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar upp á gríðarlega háar fjárhæðir.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira