Fótbolti

Stuð í Sviss | Zlatan á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan skoraði í kvöld.
Zlatan skoraði í kvöld. Vísir/Getty
Slóvakía og Sviss unnu sína leiki í undankeppni fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi 2016.

Slóvakar unnu Makedóníu-menn á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Juraj Kucka kom Slóvökum yfir og Adam Nemec skoraði svo annað mark fyrir hlé.

Slóvakar eru með fullt hus stiga á toppi C-riðils.

Sviss rúllaði yfir Lithaén á heimavelli, en Xherdan Shaqiri skoraði tvö mörk. Með sigrinum fer Sviss í þriðja sæti riðilsins, en Slóvenía, Sviss og Litháen eru öll með sex stig.

Svartfjallaland og Svíar gerðu jafntefli í Svartfjalllalandi, en Stevan Jovetic jafnaði metinn úr vítaspyrnu eftir að Zlatan Ibrahimovic hafi komið Svíum yfir.

Makedónía - Slóvakía 0-2

0-1 Juraj Kucka (25.), 0-2 Adam Nemec (38.)

Sviss - Litháen 4-0

1-0 Giedrius Arlauskis (Sjálfsmark - 66.), 2-0 Fabian Lukas Schaer (68.), 3-0 Xherdan Shaqiri (80.), 4-0 Xherdan Shaqiri

Svartfjallaland - Svíþjóð 1-1

0-1 Zlatan Ibrahimovic (9.), 1-1 Stevan Jovetic (víti - 80.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×