Fimm blaklið á höfuðborgasvæðinu hótuðu að taka ekki þátt í forkeppni bikarkeppni Blaksambandsins yrði forkeppnin leikin í Neskaupstað. Blaksambandið hafnaði kröfunni og verður leikið í Neskaupstað.
Formenn HK, Stjörnunnar, Fylkis, Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur segir að mótmælin séu vegna þess hve bág fjárhagstaða félagana eru. Þau lögðu til að mótið yrði frekar haldið á stór Reykjavíkursvæðinu.
Liðin hótuðu að draga lið sín úr keppni myndi Blaksambandið ekki afturkalla ákvörðun sína að halda mótið fyrir austan.
Blaksambandið féllst ekki á tillöguna og verður því mótið haldið á Neskaupstað, en nú þegar hefur Fylkir dregið bæði lið sín úr keppni sem og kvennalið Þróttar Reykjavíkur.
Leikið verður í forkeppni bikarkeppninnar á Neskaupstað þann 21. - 23. nóvember.
Fimm blaklið hótuðu að draga lið sín úr bikarkeppninni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka
Handbolti

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti
Fleiri fréttir
