Fótbolti

Moyes: Fékk mörg tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Moyes var ráðinn úr næsta tímabil.
David Moyes var ráðinn úr næsta tímabil. vísir/getty
David Moyes, sem rekinn var sem knattspyrnustjóri Manchester United í byrjun árs eftir hálfs árs dvöl á Old Trafford, var ráðinn þjálfari spænska liðsins Real Sociedad í vikunni.

Sociedad hefur gengið bölvanlega á leiktíðinni og aðeins unnið tvo leiki eftir að standa sig mjög vel á síðasta tímabili. Með liðinu leikur Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður Íslands, sem á enn eftir að skora mark fyrir baskaliðið.

„Hvert starf sem maður tekur að sér er mikil áskorun en þetta er sú stærsta,“ segir David Moyes um starfið hjá Sociedad í viðtali við The Guardian.

„Ég fékk mörg tilboð úr ensku úrvalsdeildinni og ég talaði við fleiri lið í öðrum löndum. En eini staðurinn sem togaði almennilega í mig var Sociedad sem ég tel að sé rétta félagið fyrir mig.“

„Eins og staðan er held ég það megi segja að spænska deildin er sú besta í heimi. Hún er búin að taka fram úr þeirri ensku því gæði leikmanna hér og liðanna eru mikil.“

„Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að þjálfa utan Englands. Mér hefur alltaf fundist að til að fullkomna sig sem þjálfari þarf maður að prófa önnur lönd og kynnast öðrum menningarheimum. Sá tími er kominn hjá mér,“ segir David Moyes,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×