Ráðstefna um rafbílavæðingu á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2014 10:36 Hér má sjá mynd af rafbíl af tegundinni Tesla. vísir/gva Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent