Fyrir hrun Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2014 14:02 Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun