Gísli Freyr er sáttur við dóminn Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2014 13:51 Gísli Freyr Valdórsson ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og áfrýjar ekki til Hæstaréttar. Segist hafa fests í lygavef og vítahring. Vísir/gva Gísli Freyr Valdórsson fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, þar sem hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ár. Hann var fundinn sekur um að hafa brotið trúnað með því að leka upplýsingum um um hælisleitanda til fjölmiðla. „Ég gerði mér grein fyrir því auðvitað að þessu fylgdi dómur, það að játa, og mér finnst hann sanngjarn og uni honum,“ sagði Gísli Freyr í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann Stöðvar 2 í héraðsdómi skömmu fyrir hádegi. Dóminum verður því ekki vísað til Hæstaréttar af hans hálfu. Gísi Freyr segir ýmsar tilfinningar bærast innra með honum nú þegar dómur liggi fyrir en hann sé sáttur við sjálfan sig eftir að hafa gengist við lekanum.Af hverju laugstu að Hönnu Birnu þegar hún spurði þig fyrst um hvort þú hefðir lekið minisblaðinu?„Af hverju lýgur maður? Maður gerir eitthvað sem maður sér eftir og maður neitar fyrir það og svo heldur maður bara áfram að neita fyrir það. Það er rosalega erfitt að útskýra það með orðum. Ég lýsti því þannig í gær að að maður festist í einhvern veginn lygavef eða vítahring. Svo er maður fastur þar. Því miður. Ég get reynt að útskýra það sem mannlegt eðli en ég vil ekki afsaka það neitt. Ég vil bara játa, þetta er það sem gerðist og ég sé eftir því,“ sagði Gísli Freyr skömmu eftir að dómur var kveðinn upp í morgun. Lekamálið Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í morgun, þar sem hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ár. Hann var fundinn sekur um að hafa brotið trúnað með því að leka upplýsingum um um hælisleitanda til fjölmiðla. „Ég gerði mér grein fyrir því auðvitað að þessu fylgdi dómur, það að játa, og mér finnst hann sanngjarn og uni honum,“ sagði Gísli Freyr í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann Stöðvar 2 í héraðsdómi skömmu fyrir hádegi. Dóminum verður því ekki vísað til Hæstaréttar af hans hálfu. Gísi Freyr segir ýmsar tilfinningar bærast innra með honum nú þegar dómur liggi fyrir en hann sé sáttur við sjálfan sig eftir að hafa gengist við lekanum.Af hverju laugstu að Hönnu Birnu þegar hún spurði þig fyrst um hvort þú hefðir lekið minisblaðinu?„Af hverju lýgur maður? Maður gerir eitthvað sem maður sér eftir og maður neitar fyrir það og svo heldur maður bara áfram að neita fyrir það. Það er rosalega erfitt að útskýra það með orðum. Ég lýsti því þannig í gær að að maður festist í einhvern veginn lygavef eða vítahring. Svo er maður fastur þar. Því miður. Ég get reynt að útskýra það sem mannlegt eðli en ég vil ekki afsaka það neitt. Ég vil bara játa, þetta er það sem gerðist og ég sé eftir því,“ sagði Gísli Freyr skömmu eftir að dómur var kveðinn upp í morgun.
Lekamálið Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira