Gísli Freyr grét í dómsal Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 11:43 Gísli Freyr og Rakel í dómsal í dag. vísir/gva Mál Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var annað að sjá en að málið tæki verulega á hann, en viðstaddir tóku eftir því að á tímapunkti runnu tár niður kinnar hans. Eiginkona Gísla, Rakel Lúðvíksdóttir, sat meðferðina og þerraði tárin á hvarmi hans að meðferð lokinni. Gekk hún svo með honum úr dómsal. Verjandi hans, Ólafur Garðarsson, hafði jafnframt orð á því að málið hefði lagst þungt á hann. „Ég hef horft upp á ákærða sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styttist í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Gísli Freyr játaði brot sitt fyrir verjanda sínum á mánudag og fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í gær. „Jafnvel þó ég verði sýknaður þá get ég ekki hugsað mér að lifa við þetta,“ hafði Ólafur eftir umbjóðanda sínum.Eins og fram hefur komið á Vísi styður Rakel þétt við bakið á eiginmanni sínum og lýsti yfir fullum stuðningi við hann á Facebook í dag. „Þessi dagur markar nýtt upphaf. Upphaf sem ég veit ekki hvað ber í skauti sér. Ég óttast ekki framtíðina, ég býð hana velkomna með öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Gleði, sigra, sorg og áskoranir,“ sagði Rakel á Facebook seint í gær. „Í dag er ég stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín. Það þarf kjark og þor til þess.“ Gísli Freyr var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann myndu una dóminum. Lekamálið Tengdar fréttir Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Mál Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var annað að sjá en að málið tæki verulega á hann, en viðstaddir tóku eftir því að á tímapunkti runnu tár niður kinnar hans. Eiginkona Gísla, Rakel Lúðvíksdóttir, sat meðferðina og þerraði tárin á hvarmi hans að meðferð lokinni. Gekk hún svo með honum úr dómsal. Verjandi hans, Ólafur Garðarsson, hafði jafnframt orð á því að málið hefði lagst þungt á hann. „Ég hef horft upp á ákærða sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styttist í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Gísli Freyr játaði brot sitt fyrir verjanda sínum á mánudag og fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í gær. „Jafnvel þó ég verði sýknaður þá get ég ekki hugsað mér að lifa við þetta,“ hafði Ólafur eftir umbjóðanda sínum.Eins og fram hefur komið á Vísi styður Rakel þétt við bakið á eiginmanni sínum og lýsti yfir fullum stuðningi við hann á Facebook í dag. „Þessi dagur markar nýtt upphaf. Upphaf sem ég veit ekki hvað ber í skauti sér. Ég óttast ekki framtíðina, ég býð hana velkomna með öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Gleði, sigra, sorg og áskoranir,“ sagði Rakel á Facebook seint í gær. „Í dag er ég stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín. Það þarf kjark og þor til þess.“ Gísli Freyr var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann myndu una dóminum.
Lekamálið Tengdar fréttir Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00