SVFR áfram með Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2014 12:13 Rögnvaldur Jónsson með stærsta laxinn úr Leirvogsá í sumar Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði
Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði