Land Rover rafmagnsjeppi Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 10:30 Range Rover Evoque. Tesla fær ef til vill ekki að eiga sviðið lengi þegar Model X rafjeppinn kemur á markað á næsta ári þar sem Land Rover íhugar nú að smíða jeppa sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Það verður þó ekki stóri Range Rover jeppinn sem fengi rafmagnsdrifrás heldur öllu fremur minni jeppar Land Rover, svo sem Evoque, Range Rover Sport eða algerlega nýr bíll. Þessi bíll, gæti að sögn Land Rover manna, verið byggður á jepplingi sem Jaguar er að smíða uppúr hugmyndabílnum C-X17. Jaguar og Land Rover eru í eigu sama aðilans, Tata Motors í Indlandi. Þeir hjá Land Rover vilja meina að efnaðir kaupendur Jaguar og Range Rover bíla geri nú sterkari og sterkari kröfu um vandaða bíla sem ganga fyrir rafmagni og því sé fyrirtækið að hugleiða að uppfylla þá þörf. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent
Tesla fær ef til vill ekki að eiga sviðið lengi þegar Model X rafjeppinn kemur á markað á næsta ári þar sem Land Rover íhugar nú að smíða jeppa sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Það verður þó ekki stóri Range Rover jeppinn sem fengi rafmagnsdrifrás heldur öllu fremur minni jeppar Land Rover, svo sem Evoque, Range Rover Sport eða algerlega nýr bíll. Þessi bíll, gæti að sögn Land Rover manna, verið byggður á jepplingi sem Jaguar er að smíða uppúr hugmyndabílnum C-X17. Jaguar og Land Rover eru í eigu sama aðilans, Tata Motors í Indlandi. Þeir hjá Land Rover vilja meina að efnaðir kaupendur Jaguar og Range Rover bíla geri nú sterkari og sterkari kröfu um vandaða bíla sem ganga fyrir rafmagni og því sé fyrirtækið að hugleiða að uppfylla þá þörf.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent