Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 08:38 Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15
Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34
Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00
Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn