Golf

Ungur Kanadamaður lék best allra í Mississippi

Taylor hafði ríka ástæðu til að fagna í gær.
Taylor hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. AP
Kanadamaðurinn Nick Taylor sigraði á Sanderson Farms meistaramótinu sem fram fór í Mississippi og kláraðist í gær.

Sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni en þessi 26 ára kylfingur lék hringina fjóra á Jackson vellium á 16 höggum undir pari, tveimur betur en Jason Bohn og Boo Weekley sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari.

Lykillinn að sigri Taylor var stórkostleg frammistaða á flötunum en á lokahringnum notaði hann aðeins 24 pútt á fyrstu 17 holunum. Hann þrípúttaði á 18. flöt fyrir sigrinum en það var allt í góðu enda var forystan á þeim tímapunkti þrjú högg.

Undanfarnir mánuðir hafa verið afar viðburðaríkir hjá Taylor en hann gifti sig í sumar, tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í haust og nú er fyrsti sigurinn meðal þeirra bestu staðreynd.

Næsta mót á mótaröðinni er OHL Classic sem fram fer í Mexíkó en þar á Bandaríkjamaðurinn Harris English titil að verja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×