Vegfarendur hafa eflaust velt vöngum yfir risastórri rafmagnskló sem stungið hefur verið í innstungu af sömu stærð á vegg líkamsræktarstöðvarinnar World Class í Laugum.
Innstungan er sú stærsta á landinu, 180x180 cm, en það voru starfsmenn Bílaumboðsins Öskju sem komu henni fyrir í tilefni þess að á laugardaginn verður glænýr rafmagnsbíll af gerðinni Kia Soul EV frumsýndur hér á landi.
Klóin og innstungan voru hönnuð af auglýsingastofunni Brandenburg í samstarfi við leikmyndagerðina Irma Studio. Tók það tvo listamenn fimm heila daga að fullklára verkið, en það er unnið úr frauðplasti og vegur um 80 kg.
