Fótbolti

Benzema og Bale skoruðu í sigri Real Madrid á Málaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema fagnar marki sínu í kvöld.
Benzema fagnar marki sínu í kvöld. vísir/afp
Liðsmenn Real Madrid voru óvenjurólegir þegar þeir sóttu Málaga heim í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og létu tvö mörk nægja að þessu sinni.

Karim Benzema og Gareth Bale skoruðu mörk Evrópumeistaranna í sitt hvorum hálfleiknum, en bæði lið fengu tækifæri til að gera fleiri mörk.

Cristiano Ronaldo, Bale og Isco klúðruðu t.a.m. allir báðir dauðafærum leiknum og hinum megin þurfti Iker Casillas nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum.

Isco fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiksins og í kjölfarið minnkaði paragvæski framherjinn Roque Santa Cruz muninn, en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 1-2, Real Madrid í vil.

Madrídingar sitja enn í toppsæti deildarinnar, nú með 33 stig, fimm stigum meira en Barcelona sem á leik inni.

Málaga er í 6. sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×