Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 12:07 Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun. Borgunarmálið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun.
Borgunarmálið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira