Fótbolti

Ancelotti: Basel er betra en Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid.
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid. Vísir/Getty
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, spáir því að svissneska liðið Basel fylgi Real Madrid inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað enska liðsins Liverpool.

Real Madrid vann 1-0 sigur á Basel í Sviss í gær en á sama tíma gerði Liverpool 2-2 jafntefli á móti Ludogorets í Búlgaríu.  Basel er í 2.s æti með sex stig en Liverpool hefur fjögur stig í 3. sætinu.

Liverpool tekur á móti Basel á Anfield í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum. Basel nægir jafntefli en Liverpool verður að vinna leikinn.

„Ég tel að Basel sé með betra lið en Liverpool. Svissneska liðið er í góðu formi og mjög vel skipulagt. Þetta verður ekki auðvelt fyrir þá á Anfield en Svisslendingarnir hafa örlítið forskot," sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn í Basel í gær.

Paulo Sousa, þjálfari Basel, gladdist yfir orðum Ancelotti.  „Þegar  maður eins og Ancelotti segir að við höfum forskot á Liverpool þá er það eitthvað til að taka mark á, sagði Paulo Sousa en leikur Liverpool og Basel fer fram 9. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×