Það vakti athygli margra að Manny Paquiao skildi berjast í Kína frekar en í Bandaríkjunum gegn Chris Algieri.
Ástæðan er einföld - peningar. Skattar eru miklu lægri í Kína og heimalandi hans, Filippseyjum, en í Bandaríkjunum.
Með því að keppa í Kína græddi Paquiao að minnsta kosti 300 milljónir aukalega. Milljónir sem Sámur frændi hefði tekið ef hann hefði barist í Las Vegas.
Þó svo bæði Paquiao og Floyd Mayweather Jr. séu farnir að eldast halda menn enn í þá von um að þeir berjist á næsta ári.
Talað er um að láta þá berjast á heimavelli Dallas Cowboys og þá yrði um að ræða heimsmet í fjölda áhorfenda á hnefaleikabardaga.
