Vill leggja niður mannanafnanefnd:„Verðum að treysta fólki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2014 08:21 Óttarr Proppé er einn flutningsmanna frumvarpsins. vísir/pjetur „Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira