Notkun snjallsíma leiðir til stoðkerfavanda Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2014 12:00 Milljónir manna um heim allan eyða stórum tíma dagsins horfandi niður á síma sína. Vísir/Getty Það að horfa stöðugt niður á snjallsíma setur gríðarlegt álag á hrygg fólks og getur haft langvarandi afleiðingar samkvæmt nýrri rannsókn. Til lengdar getur þetta aukna álag á mænuna leitt til aukins slits á hrygginn og hugsanlega til skurðaðgerða. Að meðaltali er höfuð rúm fimm kíló að þyngt. En með því að halla höfðinu fram og horfa niður á símtæki er sett allt að 25 kílóa álag á hrygg fólks. Í niðurstöðum rannsóknar Kenneth K. Hansraj, sem er yfirmaður mænuaðgerða á sjúkrahúsi í New York, segir að nánast ómögulegt sé að forðast þá tækni sem veldur þessu álagi. Þess í stað leggur hann til að fólk passi upp á að horfa á skjái síma sinna með hálsinn í hlutlausri stöðu og að forðast að horfa niður klukkutímum saman á hverjum degi. Á vef Guardian segir að meðal einstaklingur lúti höfði í allt að tvo til fjóra tíma á dag.Það samsvari 700 til 1400 klukkustundum á ári þar sem aukaálag er á hrygg fólks. Unglingar eru þeir sem eyða hvað mestum tíma í símum sínum og gæti það samsvarað allt að fimm þúsund klukkustundum á ári. Guardian segir eymsli í hálsum vegna snjallsíma og spjaldtölva fara fjölgandi í Bretlandi. Slíkt getur valdið höfuð- og hálsverkjum, verkjum í handleggjum og doða. Sjúkraþjálfari sem rætt er við bendir fólki á að hringja frekar og notast við raddstýringu síma. Félag sjúkraþjálfara í Nýja-Sjálandi segir að nauðsynlegt sé að fræða fólk um hvernig nota má þessi tæki án þess að auka álag á líkamanum.Þegar verst lætur getur aukið álag á mænu fólks samsvarað um 25 kílóum.Mynd/Kenneth K. Hansraj Heilsa Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið
Það að horfa stöðugt niður á snjallsíma setur gríðarlegt álag á hrygg fólks og getur haft langvarandi afleiðingar samkvæmt nýrri rannsókn. Til lengdar getur þetta aukna álag á mænuna leitt til aukins slits á hrygginn og hugsanlega til skurðaðgerða. Að meðaltali er höfuð rúm fimm kíló að þyngt. En með því að halla höfðinu fram og horfa niður á símtæki er sett allt að 25 kílóa álag á hrygg fólks. Í niðurstöðum rannsóknar Kenneth K. Hansraj, sem er yfirmaður mænuaðgerða á sjúkrahúsi í New York, segir að nánast ómögulegt sé að forðast þá tækni sem veldur þessu álagi. Þess í stað leggur hann til að fólk passi upp á að horfa á skjái síma sinna með hálsinn í hlutlausri stöðu og að forðast að horfa niður klukkutímum saman á hverjum degi. Á vef Guardian segir að meðal einstaklingur lúti höfði í allt að tvo til fjóra tíma á dag.Það samsvari 700 til 1400 klukkustundum á ári þar sem aukaálag er á hrygg fólks. Unglingar eru þeir sem eyða hvað mestum tíma í símum sínum og gæti það samsvarað allt að fimm þúsund klukkustundum á ári. Guardian segir eymsli í hálsum vegna snjallsíma og spjaldtölva fara fjölgandi í Bretlandi. Slíkt getur valdið höfuð- og hálsverkjum, verkjum í handleggjum og doða. Sjúkraþjálfari sem rætt er við bendir fólki á að hringja frekar og notast við raddstýringu síma. Félag sjúkraþjálfara í Nýja-Sjálandi segir að nauðsynlegt sé að fræða fólk um hvernig nota má þessi tæki án þess að auka álag á líkamanum.Þegar verst lætur getur aukið álag á mænu fólks samsvarað um 25 kílóum.Mynd/Kenneth K. Hansraj
Heilsa Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið