Hafa safnað 6 milljónum króna vegna baráttu gegn ebólu Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2014 16:39 Fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne er nú kominn í ríflega 14 þúsund. Vísir/Unicef Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag. Ebóla Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag.
Ebóla Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira