„Þetta lítur aðeins verr út en þetta var í raun og veru. Það þarf að skipta um felgu og stuðara, þá ætti hann að verða nokkuð góður aftur,“ segir Örvar um bílinn og reiknar með því að hann verði aftur orðinn ökufær eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,“ segir Örvar þó, svekktur með slysið.
Sambærilegur bíll kostar tæplega áttatíu þúsund dali í Bandaríkjunum. Hingað heim má reikna með því að að bíllinn kosti yfir tuttugu milljónir króna, þegar tollar og vörugjöld hafi verið greidd af bílnum. Bíll Örvars er ennþá skráður í Bandaríkjunum og er með númeraplötur frá Florida-fylki.
Hér að neðan má sjá umfjöllun um bílinn í bandarískum fjölmiðlum.

