Helga Guðmundsdóttir og Sigfús Fossdal urðu um helgina bikarmeistarar í kraftlyftingum en keppt var á Akureyri um helgina. Helga keppti á sínu fyrsta móti.
Sigfús Fossdal, KFV, varð bikarmeistari annað árið í röð með 554,19 stig, sem eru hæstu wilksstig innan sambandsins á árinu 2014. Hann setti um leið nýtt Íslandsmet í bekkpressu með 333 kg.
Sigfús er nýkominn heim frá HM i Denver þar sem hann lenti í 4.sæti í sínum þyngdarflokki.
Hin efnilega Fríða Björk Einarsdóttir, KFA, setti íslandsmet í hnébeygju í opnum flokki -84 kg með 190 kg, en Fríða er fædd 1998 og keppir í stelpnaflokki.
Júlían Jóhannsson, Ármanni, varð annar stigahæstur í karlaflokki og bætti sinn besta árangur. Hann náði 982,5 kg á þessu móti.
Mikil barátta var um unglingametið í réttstöðulyftu í síðustu lyftum mótsins, milli Júlíans og Akureyringsins Þorgergs Guðmundssonar. Að lokum endaði metið hjá Júliani með 342,5 kg.
Sigfús Fossdal varði bikarmeistaratitil sinn í kraftlyftingum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið







Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka
Handbolti

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti
Fleiri fréttir
