Fótbolti

Batman kærir Valencia

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leðurblökumaðurinn og leðurblakan í merki Valencia.
Leðurblökumaðurinn og leðurblakan í merki Valencia. mynd/samsett
DC Comics, sem skrifar og framleiðir allt efni sem tengist ofurhetjunni Batman eða Leðurblökumanninum, hefur kært spænska knattspyrnuliðið Valencia.

Valencia breytti nýverið merki sínu og uppfærði leðurblökuna sem hefur fylgt því síðan 1919, en DC Comics finnst nýja leðurblakan of lík þeirri sem er í merki rökkurriddarans.

Fram kemur á vef Eurosport að Valencia hafi sóst eftir því að fá merki sitt skrásett sem vörumerki, en það hafi DC Comis kært til markaðsnefndar Evrópu.

Leðurblakan hefur verið notuð á Spáni síðan á 13. öld og verið hluti af skjaldarmerki Valencia og annarra borga á austur-Spáni lengi.

Fyrst notaði Valencia leðurblöku í merki sitt árið 1919, tveimur áratugum áður en Leðurblökumaðurinn kom fyrst við sögu í myndasögublaði DC Comics.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×